Laborlore - The Cultures of Icelandic Workers

Hanna Matthildur Benediktsdóttir

Herrafataverslun Guðsteins við Laugaveg 34 var stofnuð árið 1918 af Guðsteini Eyjólfssyni. Í dag er verslunin enn í eigu fjölskyldunnar en það er Svava Eyjólfsdóttir, barnabarn Guðsteins, sem rekur verslunina.
Hanna Matthildur Benediktsdóttir hefur unnið hjá versluninni í 22 ár. Hún sagði okkur frá ævi sinni og starfi og við fengum að skyggnast um inni á saumastofunni.

Herrafataverslun Guðstein is menswear store at Laugavegur founded in 1918 by Guðsteinn Eyjólfsson. Today the store is still owned by the family, run by Sava Eyjólfsdóttir, a grandchild of Guðsteinn.
Hanna Matthildur Benediktsdóttir has worked for the company for 22 years. She told us about her life and work and we got a chance to look around at her workshop.

Hanna hefur unnið hjá Verzlun Guðsteins Eyjólfssonar í 22 ár. Í dag vinnur hún ekki eins mikið og áður en á samt sem áður sinn stað við gluggann á saumastofunni.

Hanna has worked for 22 years at the menswear-shop Verzlun Guðsteins Eyjólfssonar. Today she doesn't work as much as the used to, but still the place next to the window is her space.

Fatabreytingar á saumastofunni krefjast mikillar handavinnu. Sérþörfum viðskiptavinanna er sinnt af mikilli natni á annari hæð verslunarinnar og andrúmsloftið er einkennist af miklum fjölskyldubrag.

Working at this place still today involves a lot of handraft. Special needs for the customers are taken care of at the second floor of the shop. The work at this place also includes important coffee-breaks and a friendly atmosphere.

Þegar Hanna var yngri lærði hún að sauma af móður sinni. Hún saumaði föt fyrir börnin sín og hefur með árunum bætt við reynslu sína. Saumastofan í versluninni er alfarið stjórnað af henni og samstarfsfólk hennar kallar hana stundum "forstjórann".

In the early days Hanna learned from mother how to work with cloth. She made her children's clothes and expanded her skill. At Verzlun Guðsteins Eyjólfssonar the workshop is managed by her and her co-workers sometimes nickname her "The manager".

Hanna átti mjög gott samband við Eyjólf Guðsteinsson sem féll frá 2004. Hann réði hana til vinnu þegar hún byrjaði og þegar hún fór í veikindaleyfi þvertók hann fyrir að ráða aðra manneskju þangað til ljóst yrði hvort hún kæmi til baka eða ekki.

Hanna had a very close connection to the departed owner Eyjólf Guðsteinsson. He was the one who hired her when she started and when she had to go to hospital for some time, he refused to hire another one until we would be sure whether she would come back or not.

Þegar eldhúsið var endurinnréttað fannst útskriftarskírteini Guðsteins Eyólfssonar frá því hann lauk klæðskeranámi í Kaupmannahöfn árið 1912.

While renovating the kitchen they found the graduation certificate that Guðsteinn Eyjólfsson, the founder, got when he graduated as a tailor in Copenhagen 1912.

Í dag rekur dóttir Eyjólfs, Svava, verslunina. Á hæðunum fyrir ofan bjó fjölskyldan áður fyrr en nú eru íbúðirnar notaðar sem lager.

Today Eyjólfs Guðsteinsson granddaughter Svava Eyjólfsdóttir is running the store. The levels above the store used to be the family apartment but are now used as a storage for the endless clothes, as bureau and workshop.

Í versluninni er boðið upp á skyrtur, buxur, bindi og trefla ásamt ýmsum öðrum fatnaði fyrir karlmenn.

In the store are heads, shirts, trousers, ties, scarfs and even more for stuff for men offered. In a globalized world Svava frequently flies all around the world to find the best qualities and offers.

Verslunin er staðsett á Laugaveginum sem hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás. Í dag er meira um kaffihús, bari og minjagripabúðir heldur en áður og rótgrónum verslunum fer sífellt fækkandi.

The store is located on Reykjavíks mainstreet Laugavegur. This street changed over the years. Today there are more coffee bars and tourist shops and fewer stores like Verzlun Guðsteins Eyjólfssonar.

Hanna fékk fingurbjörg í gjöf fyrir mörgum árum og síðan þá hefur það orðið að hálfgerðri hefð hjá fjölskyldumeðlimum að færa henni nýja fingurbjörg ef farið er í utanlandsferð.

Hanna got a thimble as a gift many years ago and since then it has become a tradition for family members to bring her a new one when someone goes abroad.