Scroll

Hannað til að teikna

KnitBird forritið er hannað með teikningu og hönnun í huga. Það er ríkulega búið verkfærum til að auðvelda þér teiknivinnuna, til að sýsla með liti og setja inn myndir eða texta.

Gert fyrir prjónafólk

Annar af höfundum forritsins er prjónafrík og við gerðum forritið ekki til þess að verða rík. KnitBird er fyrir prjónafólk til að hjálpa þeim að breyta hugmyndum sínum í lykkjur.

Forritið inniheldur flest af þeim táknum sem notuð eru í prjónauppskriftum, bæði kaðlatákn og einföld tákn.

Sjá meira.

Fyrir bæði PC og Mac

KnitBird er forritað fyrir Adobe AIR umhverfið sem þýðir að það virkar bæði í Windows tölvum og Mac.

Sjá meira um kröfur til hugbúnaðar.

Um forritið

Öll algengustu táknin

KnitBird inniheldur öll helstu táknin sem notuð eru í prjónauppskriftum. Áður en þú dreifir munstrinu þínu getur þú skrifað eigin leiðbeiningar fyrir táknin.

Mikið magn tákna

Hægt að setja inn myndir og texta

Þú getur opað myndaskrár úr tölvunni þinni og breytt þeim í prjónamunstur eða sett texta inn í munstrin þín. KnitBird er búið öflugum tólum til að hálpa þér við að búa til munstur úr ljósmyndum eða teikningum.

Takmarkaður fjöldi lita kemur í munstrið eftir að mynd hefur verið sett inn til að tryggja að þú getir prjónað það án þess að nota fjöldann allan af mismunandi garni.

Setja inn myndir Setja inn texta

Fjöldi teikniverkfæra

KnitBird inniheldur fjöldann allan af verkfærum sem auðvelda þér teiknivinnuna. Þú getur snúið munstrinu þínu, speglað því, afritað og límt ásamt því að búa til símunstur.

Selection tools


Símunstur

KnitBird er með öflugu verkfæri til að búa til símunstur úr hönnuninni þinni. Þar er hægt að velja um sex möguleika á því hvernig endurtekningin birtist.

Change color palette

Stílhreint og einfalt viðmót

Við tókum KnitBird algjörlega í gegn og endurhönnuðum viðmótið. Við erum ánægð með að geta boðið upp á einfalt forrit þar sem auðvelt og fljótlegt er að finna allt sem þú þarft.

Clean and simple interface

Dreifðu hönnuninni þinni

Þegar þú hefur hannað munstrið þitt er auðvelt að dreifa því. Þú getur vistað pdf skrár með prjónaleiðbeiningum eða hágæða png myndir fyrir prentun.

Publish

Náðu í KnitBird

Prófaðu KnitBird eða keyptu það fyrir $40 (4.700 kr.).

Prófaðu ókeypis

Prufuútgáfan af KnitBird inniheldur ekki möguleikann á að vista munstrin og getur aðeins verið opin í 30 mínútur í senn.

Ertu að leita að KnitBird 1.3? Halaðu því niður hér.

Keyptu fulla útgáfu

Þú kaupir vörulykil sem þú notar til að virkja prufuútgáfuna svo að hún virki að fullu. Þennan vörulykil getur þú notað til að setja forritið þrisvar sinnum upp.

Notendur KnitBird 1.3 geta keypt KnitBird 2.0 fyrir 20 USD beint úr forritinu. Opnið forritið og verið viss um að þið séuð með nýjustu uppfærsluna.

Hala niður og setja upp

Til að setja upp KnitBird verður þú fyrst að setja upp Adobe AIR hugbúnaðinn.

  1. Halaðu niður uppsetningarskránni
  2. Keyptu uppsetningarskrána og fylgdu leiðbeiningunum
  3. Opnaðu KnitBird og virkjaðu það með vörulyklinum þínum

Hugbúnaðarkröfur

  • Adobe AIR útgáfa 3.1 eða hærri
  • Microsoft® Windows® XP, Windows Server 2008, Windows Vista® Home Premium, Business, Ultimate, eða Enterprise með Service Pack 2, Windows 7, eða Windows 8 Classic
  • Mac OS X v10.6, v10.7, epa v10.8
  • Nettenging (til að virkja vörulykil og fyrir uppfærslur)

Lesa meira um hugbúnaðarkröfur fyrir Adobe AIR.

Hver erum við?

Um okkur

Við erum Lilý og Trausti, hamingjusöm hjón sem búa í Reykjavík (eins og er). Hugmyndin að KnitBird varð til seint árið 2010 meðan við biðum eftir því að sonur okkar hann Baldur Flóki kæmi í heiminn. Forritið varð til 12. febrúar 2011 og fjórum dögum síðar fæddist svo hann Baldur.

Hafðu samband

Ef þú hefur spurningar varðandi forritið, hvernig á að nálgast það eða langar bara að segja hæ, ekki hika við að hafa samband.

Þú getur sent netfang á info@knitbird.com eða fundið okkur á Facebook eða Instagram.

Lilý

Hún er myndlistarkona, prjónabrjálæðingur og textílsérfræðingur. Vefsíðan hennar er LilyErla.com svo er hún líka með ansi skemmtilegt blogg.

Trausti

Hann er vefhönnuður og forritari sem hefur unnið að ýmsu á undanförnum árum.

Þessa mánuðina er hann aðallega að vinna sjálfstætt því hann er líka í meistaranámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Kaupa KnitBird í gegnum PayPal

Smelltu á takkann hér að neðan til að kaupa. Þú munt lenda á vefsíðu PayPal þar sem þú getur sett inn greiðslukortaupplýsingar á öruggan hátt.

 

Vinsamlegast athugið!

Ef þú hefur PayPal aðgang verður þú flutt/fluttur aftur á þessa síðu. Ef þú hefur ekki PayPal aðgang gætir þú þurft að smella á hlekk sem nefnist Return to Merchant eða return to traustid@gmail.com til að snúa aftur.

Þegar þú snýrð aftur á þessa síðu munt þú fá vörulykilinn þinn. Þú getur notað hann þrisvar sinnum.


PayPal is a global e-commerce business allowing payments and money transfers to be made through the Internet. Online money transfers serve as electronic alternatives to paying with traditional paper methods, such as checks and money orders. More information at PayPal.com.